Bikarvörnin byrjar í Garðabæ – Selfoss og Árborg fengu útileiki

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bikarmeistarar Selfoss drógust gegn Stjörnunni á útivelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum í Garðabæ 10. eða 11. júlí næstkomandi.

Dregið var í 16-liða úrslit kvenna og 32-liða úrslit karla í dag.

Í karlaflokki heimsækir Selfoss úrvalsdeildarlið Fjölnis, Selfoss sló út tvö 4. deildarlið á leið sinni í 32-liða úrslitin, Snæfell og Hvíta riddarann. Spútniklið þessa sumars, Árborg sem leikur í 4. deildinni mætir Aftureldingu sem leikur í 1. deild. Árborg hefur slegið út 3. deildarlið Augnabliks og 2. deildarlið Njarðvík í fyrstu tveimur umferðunum.

32-liða úrslit karla verða spiluð 23.-25. júní.

Fyrri greinÓsigur í Árbænum
Næsta greinFjórtán lögreglumenn í sóttkví eftir handtöku þjófagengis