Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Tinna Jóhannsdóttir úr GK urðu Íslandsmeistarar í höggleik 2010 á Kiðjabergsvelli.
Birgir Leifur vann með þriggja högga mun og var að vinna titilinn í fjórða sinn en Tinna í fyrsta skipti, tryggði sér sigurinn með glæsilegum fugli á lokaholunni.
Hlynur Geir Hjartarson var í 2. sæti þegar keppni hófst í dag og var enn í góðri stöðu eftir fyrri níu holurnar í dag. Á seinni níu fékk hann hins vegar sex skolla og einn tvöfaldan skolla og hafnaði í 5. sæti.
Kristján Þór Einarsson, GK, lék best allra í dag á tveimur undir pari og lyfti sér upp í 2. sætið.
Staða efstu karla eftir fjórða hring:
1 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG 284
2 Kristján Þór Einarsson, GK 287
3 Sigmundur Einar Másson, GKG 289
4 Þórður Rafn Gissurarson, GR 290
5 Hlynur Geir Hjartarson, GK 292
6 Heiðar Davíð Bragason, GHD 293
7 Stefán Már Stefánsson, GR 294
8 Alfreð Brynjar Kristjánsson, GKG 295
T9 Örvar Samúelsson, GA 297
T9 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 297
T9 Axel Bóasson, GK 297
Staða sunnlenskra golfara eftir fjórða hring:
T23 Hjalti Atlason, GKB 306
T31 Andri Már Óskarsson, GHR 309
T49 Halldór X. Halldórsson, GKB 317
T49 Gunnar Marel Einarsson, GH 317
T63 Þorsteinn Hallgrímsson, Tudda 323
T74 Sigurjón Sigmundsson, GÖ 333