"Þetta er geggjað," sagði hetja Selfyssinga, markvörðurinn Birkir Fannar Bragason, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Birkir átti stórleik og varði 16/1 skot í leiknum.
„Tilfinningin er æðisleg enda erum við búnir að bíða lengi eftir þessu. Ég fann mig vel í markinu í kvöld og varði nógu marga bolta. Basti byrjaði og ætlaði bara að vera einhverjar fimm mínútur í markinu en það teygðist eitthvað og á meðan var leikurinn spennandi,“ sagði Birkir Fannar hlæjandi í leikslok.
„Við byrjuðum illa og leikurinn var óþarflega spennandi í fyrri hálfleik. Við tókum okkur á í seinni hálfleik og þetta var klárlega sanngjarn sigur,“ sagði Birkir Fannar sem er lítið farinn að hugsa um næsta tímabil. „Það var fyrst að klára þetta verkefni og sjá svo bara til. Ég er ekkert farinn að hugsa út í næsta vetur.“