Bitlausir Selfyssingar fóru tómhentir heim

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði 1-0 þegar liðið heimsótti Þór/KA í Bogann á Akureyri í dag.

Norðankonur skoruðu eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn og þær voru nær því að bæta við mörkum en Selfyssingar. Sóknarleikur Selfoss var mjög bitlaus í dag en liðið átti aðeins eitt skot í átt að marki Þórs/KA og rataði það ekki á rammann.

Þó að þetta sé áttunda tap Selfoss í úrvalsdeildinni í sumar er liðið enn í 3. sæti deildarinnar, með 22 stig.

Fyrri greinGOGG hækkar tómstundastyrkinn
Næsta greinAlheimsráðstefna um fjöltrúarlegar aðgerðir sett í Skálholti á morgun