Bitlaust gegn Blikum

Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Kvennalið Selfoss tapaði 0-3 þegar Breiðablik kom í heimsókn á Jáverk-völlinn í Bestu deildinni í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar sitja nú í botnsæti deildarinnar með 5 stig eftir sex umferðir.

„Mér fannst við eig­in­lega ekki mæta til leiks í fyrri hálfleik, við vor­um langt frá þeim og vor­um ekki að mæta í þau svæði sem við vilj­um mæta í til að spila bolt­an­um fram á við, þannig að þetta varð bara ‘kick and run’ og við vild­um ekk­ert vera með bolt­ann. Við fór­um ró­lega yfir hlut­ina í hálfleik og mér fannst allt annað lið mæta til leiks í seinni hálfleik, hann var fínn að mörgu leiti,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, í sam­tali við sunnlenska.is eft­ir leik.

Selfyssingar voru ekki með á nótunum í upphafi leiks og eftir rúmar tíu mínútur var staðan orðin 0-2 og Selfossvörnin steinsofandi. Þriðja markið var svo óheppilegt sjálfsmark á 35. mínútu og úrslitin ráðin.

Leikur Selfoss batnaði í seinni hálfleik en færin voru af skornum skammti. Blikar höfðu leikinn í öruggum höndum og unnu sanngjarnan sigur.

Fyrri greinSkítamórall troðfyllti Sviðið þrjú kvöld í röð
Næsta greinÞjótandi bauð lægst í jarðvinnu við grunnskólann