Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður Íslands í handknattleik og leikmaður Lemgo í Þýskalandi, er markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir að ákveðið var að flauta deildina af í dag vegna COVID-19.
Bjarki skoraði 216 mörk fyrir Lemgo í 27 leikjum en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem Bjarki verður markakóngur. Hann varð markakóngur úrvalsdeildarinnar með HK árið 2013 og þá varð hann markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar árið 2015 með Eisenach. Þá er hann þriðji Íslendingurinn til þess að verða markakóngur þýsku 1. deildarinnar.