Bjarki ráðinn framkvæmdastjóri Heklu

Bjarki Eiríksson og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Heklu, handsala ráðningarsamninginn. Ljósmynd/Aðsend

Bjarki Eiríksson hefur verið ráðinn í hálft starf sem framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Heklu. Bjarki mun hefja störf 1.október næstkomandi og er ráðningin tímabundin út maí 2025 með möguleika á framlengingu.

Bjarki er stúdent af íþróttabraut Menntaskólans að Laugarvatni og leggur stund á nám í almannatengslum við Háskólann á Bifröst. Bjarki hefur undanfarin ár starfað mest við sölu og þjónustustörf.

Samhliða störfum sínum hefur Bjarki tekið þátt í félagsmálum bæði innan og utan íþróttahreyfingarinnar. Bjarki er fæddur og uppalinn á Flúðum en er í dag búsettur á Hellu ásamt fjölskyldu sinni.

Fyrri greinNýtt nám hafið hjá Fræðslunetinu
Næsta greinLést eftir fall í Hlauptungufoss