Bjarki Rúnar raðar inn mörkunum

Bjarki Rúnar Jónínuson skoraði sigurmark Hamars. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar vann Knattspyrnufélag Bessastaða í fjörugum leik á í 4. deild karla í knattspyrnu á Bessastaðavelli í gærkvöldi.

Bjarki Rúnar Jónínuson var í miklu stuði í leiknum en hann skoraði fjögur af fimm mörkum Hamars í 5-3 sigri. Bjarki hefur skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslandsmótsins.

KFB komst yfir í leiknum, á 13. mínútu, en Bjarki svaraði með því að skora þrennu á þremur mínútum um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 1-3 í leikhléi. Fjórða mark Hamars og Bjarka kom snemma í seinni hálfleik og Atli Þór Jónasson bætti við fimmta markinu á 56. mínútu. 

Staðan var 5-1 en Hamar gaf aðeins eftir í lokin og KFB minnkaði muninn í 5-3 á síðasta korterinu. Hamarsmenn héldu velli þrátt fyrir að ljúka leiknum með níu leikmenn en Jón Þór Sveinsson og Einar Jakob Jóhannsson fengu báðir að líta sitt seinna gula spjald og þar með rautt á lokamínútunum.

Hamar hefur sigrað í báðum leikjum sínum á Íslandsmótinu og sigur í toppsæti C-riðils með 6 stig.

Fyrri greinPílukastfélag stofnað á Selfossi
Næsta greinVeiðisumarið hafið í Ölfusá