Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddstöðum sigruðu í 250 m skeiði á Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal í kvöld á nýju heimsmeti.
Bjarni og Hera runnu skeiðið á tímanum 21,41 sek en gamla metið var 21,49 sek. Þau endurtóku því leikinn frá Landsmótinu á Gaddstaðaflötum árið 2014 þar sem þau sigruðu á 21,76, sem þá var einnig bæting á heimsmeti.
„Þetta er voðalega gaman. Mér fannst líklegt að þetta væri besti tíminn og undir 22 sekúndum. Ekkert endilega met,“ sagði Bjarni í samtali við mbl.is eftir metsprettinn, spurður hvort hann hafi strax fengið á tilfinninguna um að spetturinn væri hugsanlegt heims- og Íslandsmet.