Björgvin Karl í 4. sæti 

Björgvin Karl.

Björgvin Karl Guðmundsson er í 4. sæti á heimsleikunum í Crossfit að loknum fyrsta keppnisdegi.

Björgvin Karl fór vel af stað í dag, varð í 6. sæti í fyrstu keppnisgreininni sem samanstóð af sundi og kajakróðri og í 9. sæti í næstu tveimur greinum. Hann var í 2. sæti að loknum þremur greinum en í fjórðu grein dagsins varð hann tólfti og lauk því fyrsta keppnisdegi í 4. sæti. Björgvin er samtals kominn með 304 stig og er 39 stigum á eftir Finnanum Jonne Koski sem er í 1. sæti. 

Keppni heldur áfram á föstudag og lýkur á sunnudag. Tíu neðstu keppendurnir detta úr leik í lok föstudags og laugardags, þannig að tuttugu efstu ljúka keppni á sunnudagskvöld.

UPPFÆRT KL. 23:23

Fyrri greinSelfoss sígur niður töfluna
Næsta greinSunnlensku liðin sigruðu öll – Hamar í úrslitakeppnina