Um síðustu helgi fór fram Íslandsmótið í Crossfit þar sem þrjátíu bestu crossfittarar landins af hvoru kyni kepptu. Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson sigraði með yfirburðum í karlaflokki.
Crossfit Hengill í Hveragerði átti þrjá keppendur á mótinu, þjálfara stöðvarinnar þá Bjarna Skúlason, Björgvin Karl og Heiðar Inga Heiðarsson.
Mótið, sem fór fram í sundlaug Kópavogs og Crossfit Reykjavík, náði yfir tvo daga og taldi tíu keppnisgreinar sem innihéldu m.s. sund, róður, fimleikaæfingar, olympískar lyftingar og kraftlyftingar.
Björgvin Karl, sem er aðeins 21 árs, sigraði mótið með þónokkrum yfirburðum og sýndi það og sannaði að hann er besti crossfittari landsins þrátt fyrir stuttan feril í greininni.
Heiðar Ingi, eldri bróðir Björgvins Karls, hafnaði í sjötta sæti á mótinu og Bjarni Skúla í því níunda.