Björgvin komst á pall í London

Um síðustu helgi varð Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson í 3. sæti á sterku CrossFit móti í Lundúnum sem kallast Battle of London.

Á mótinu, sem stóð í tvo daga og innihélt sjö mismunandi keppnisgreinar, kepptu allir bestu CrossFittarar Evrópu. Árangur Björgvins er eftirtektarverður en hann hefur náð skjótum árangri í CrossFit á stuttum tíma og er í fremstu röð hér heima á Íslandi.

Mótið markar upphaf nýs keppnistímabils hjá Björgvini en um næstu helgi mun hann keppa í ólympískum lyftingum á Reykjavík International Games.

Fyrri greinSjö marka tap hjá Selfyssingum
Næsta greinGáfu börnum endurskinsmerki