Björgvin Karl Guðmundsson seig aðeins niður töfluna á öðrum keppnisdegi heimsleikanna í crossfit í gær. Hann er nú í 6. sæti, 124 stigum frá Bandaríkjamanninum Justin Medeiros, sem er í 1. sæti.
Keppt var í fimm greinum í gær og komst Björgvin aðeins inn á topp tíu í einni grein, sem snerist um að ganga á höndum eftir braut, en þar varð hann sjötti. Staða efstu manna getur verið fljót að breytast eftir hverja grein, en hörkukeppni er milli efstu átta keppendanna.
Þrjátíu efstu keppendurnir halda áfram keppni í dag og birtast upplýsingar um keppnisdaginn síðar hér í dag. Sunnlenska.is sýnir beint frá leikunum hér að neðan.