Björn kveður Selfoss

Björn Sigurbjörnsson á hliðarlínunni í leik Selfoss og Grindavíkur í lokaumferðinni í gær. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björn Sigurbjörnsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu en liðið féll í sumar niður í 2. deild og hefur farið niður um tvær deildir á síðustu tveimur árum.

Björn kveður Selfoss í færslu á Instagram þar sem hann segir að þrjú ár séu langur tími í lífi þjálfara, sérstaklega þegar gengið er erfitt.

„Þetta hafa verið ótrúlega lærdómsrík ár og ég er ungmennafélaginu ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér mitt fyrsta aðalþjálfarastarf. Tólf uppaldar stelpur hafa fengið sína fyrstu leiki í Íslandsmóti á þessum þremur árum, tækifærin eru öll þeirra,“ segir Björn í færslunni.

Björn tók við Selfossliðinu í október 2021 og var samningur hans endurnýjaður til tveggja ára í fyrrahaust. Sumarið 2022 varð kvennalið Selfoss í 5. sæti Bestu deildarinnar. Síðan þá hefur heldur betur hallað undan fæti, Selfoss féll úr Bestu deildinni sumarið 2023 og á nýloknu tímabili í Lengjudeildinni féll liðið niður í 2. deildina.

Fyrri greinAlvarleg bilun í Sundhöll Selfoss
Næsta grein„Öll viljum við vera leiðtogar í okkar eigin lífi“