Hamar vann öruggan sigur á Birninum í lokaumferð riðlakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu á Fjölnisvelli í Grafarvogi í kvöld.
Bjarki Rúnar Jónínuson kom Hamri yfir á 7. mínútu og Sam Malson tvöfaldaði forskotið rúmum tíu mínútum síðar.
Staðan var 0-2 í leikhléi en Malson var aftur á ferðinni á 63. mínútu og Jón Bjarni Sigurðsson kom Hamri svo í 0-4 þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Björninn skoraði sárabótarmark á 85. mínútu og lokatölur urðu 1-4.
Hamar lauk keppni í 4. sæti A-riðils með 24 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. KFR var í sama riðli og endaði í 7. sæti með 9 stig.