Blandað lið Selfoss fer á NM

Á Bikarmóti Fimleikasambands Íslands sem haldið var á Selfossi 15. mars vann blandað lið Selfoss sér þátttökurétt á Norðurlandamóti juniora en liðið keppir í unglingaflokki.

Mótið verður haldið á Íslandi 12.apríl næstkomandi í Ásgarði í Garðabæ. Sjö lið keppa í flokknum en þau koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi auk Íslands. Liðið æfir stíft fyrir þátttökuna en liðsmenn eru á aldrinum 14-17 ára.

Þetta mót verður góður undirbúningur fyrir komandi verkefni en flestir þessara liðsmanna eru í úrtaki fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi í haust.

Fyrri greinSkóflurnar á lofti á Flúðum
Næsta greinHlaup hafið í Gígjukvísl