Bláskógaskokkið 50 ára – afmælishlaup 12. júní

Bláskógaskokk. Ljósmynd/HSK

Bláskógaskokk HSK verður haldið sunnudaginn 12. júní næstkomandi og hefst kl. 11:00. Í ár eru 50 ár síðan fyrsta Bláskógaskokkið var haldið og verður þessara tímamóta minnst í hlaupinu.

Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns. Tvær drykkjarstöðvar eru á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður á hlaupaleiðinni, meðan á hlaupinu stendur.

Hægt er að skrá sig á www.hlaup.is og forskráningu lýkur föstudaginn 10. júní kl. 12:00. Eins er skráð við Fontana á Laugarvatni frá kl. 9 til 10:15 á hlaupadag. Þátttökugjald 4.000 kr fyrir 17 ára og eldri (fædd 2005 og fyrr) 1.000 kr fyrir 16 ára og yngri (fædd 2006 og síðar) 1.000 kr. að auki í rútufargjald fyrir 17 ára og eldri. Ef fólk ætlar að tryggja sér far í rúta þarf að forskrá sig fyrir hádegi 10. júní.

Keppendur þurfa að mæta við Fontana á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Hlaupurum sem fara með rútu verður ekið í rútu frá Laugarvatni að rásmarki við Gjábakka (10 mílur) og á Laugardalsvöllum (5 mílur) kl. 10:15. Hlauparar fá frítt í Fontana að hlaupi loknu gegn framvísum hlaupanúmers. Vegalengdir 10 mílur (16,09 km) og 5 mílur (8,05 km) með tímatöku. Tímataka er með flögum.

Flokkaskipting Bæði kyn. 16 ára og yngri 17-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70 ára og eldri. Allir þátttakendur fá verðlaunapening. Sérverðlaun verða veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hlaupinu í báðum vegalengdum. Verðlaunaafhending verður við endamarkið.

Nánari upplýsingar má sjá á www.hsk.is.

Fyrri greinKlippum beitt til að ná ökumanni út eftir veltu
Næsta greinÞórsarar fá góðan liðsauka