Blekið þornar ekki á Selfossi

Skarphéðinn Steinn Sveinsson. Ljósmynd/UMFS

Selfyssingar halda áfram að setja blek á pappír og semja við unga og efnilega leikmenn. Nú hefur Skarphéðinn Steinn Sveinsson framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Skarphéðinn er ungur og sprækur línumaður uppalinn á parketinu á Selfossi. Skarphéðinn var hluti af U-liði Selfoss sem vann 2. deildina síðastliðinn vetur.

„Það verður gaman að fá að fylgjast með Skarphéðni taka sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinKristján ráðinn sóknarprestur á Breiðabólsstað
Næsta greinLeit hætt á jöklinum – Enginn undir ísnum