FSu heimsótti Breiðablik í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Blikar voru sterkari í síðari hálfleik og höfðu sigur, 97-91.
Leikurinn var hnífjafn í fyrsta leikhluta en Kjartan Kjartansson og Bjarni Bjarnason luku honum með því að sökkva fjórum vítaskotum og tryggja FSu 18-21 forystu.
Kjartan hélt svo áfram í byrjun 2. leikhluta, setti niður tvö þriggja stiga skot í röð og kom FSu í 18-27. Skólapiltar héldu forystunni allt þar til tvær mínútur voru til hálfleiks en þá skoraði Breiðablik 11 stig gegn tveimur og leiddi 45-38 í leikhléinu.
Breiðablik leiddi allan 3. leikhluta en munurinn varð minnstur fjögur stig, 61-57 og staðan var 73-61 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Blikar kláruðu leikinn með því að ná 17 stiga forskoti á fyrstu mínútum 4. leikhluta og sigur þeirra var ekki í hættu eftir það.
Kjartan Kjartansson var stigahæstur í liði FSu með 29 stig, Orri Jónsson skoraði 17, Bjarni Bjarnason 16 og Sæmundur Valdimarsson 13.