Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshöfn hefur samið við leikstjórnandann Daníel Ágúst Halldórssson til tveggja ára.
Daníel, sem er 18 ára gamall, sem kemur úr herbúðum Fjölnis vakti töluverða athygli fyrir gæða leik í 1. deildinni í ár þar sem hann var meðal annars valinn besti ungi leikmaðurinn og var í úrvalsliði ársins.
Jóhanna Margrét Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildarinnar og Lárus Jónsson, þjálfari meistaraflokks, buðu Daníel velkominn í hamingjuna í Ölfusinu í morgun.