Hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fer fram nk. Laugardag. Forsala á bolum hefst í Krónunni á Selfossi í dag.
Á Selfossi sér Kvenfélag Selfoss um hlaupið eins og verið hefur. Eins og áður verða þrjár göngu/hlaupaleiðir í boði og byrja þær allar við BYKO í Langholti.
Vegalengdirnar eru 2,2 km, 4,8 km og 5,7 km. Hlaupið hefst kl. 13 á laugardag en mæting er við BYKO kl. 12:45. Þegar í mark er komið verður tekið á móti göngu- og hlaupakonum með pylsum í boði BYKO. Frítt verður í Sundhöll Selfoss í boði Árborgar eftir hlaup.
Sem fyrr segir hefst forsala á bolum í dag milli kl. 14 og 18 í anddyri Krónunnar á Selfossi. Einnig má nálgast boli á föstudag kl. 14-18 í Krónunni og á laugardag kl. 10-13 í BYKO. Þátttökugjald er kr. 1250,-
Kvennahlaupsnefnd Kvenfélags Selfoss hvetur stelpur á öllum aldri til að taka þátt í göngunni/hlaupinu eða vera í klappliðinu við markið í Langholti.