Fjöldi Sunnlendinga tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Selfyssingurinn Borghildur Valgeirsdóttir varð þriðja í mark í kvennaflokki í 10 km hlaupi.
Borghildur hljóp 10 km á 41:37 mín. Skeiðamaðurinn Ingvar Garðarsson varð í 10. sæti í 10 km hlaupi í flokki 50-59 ára karla á tímanum 44:29.
Í maraþonhlaupinu varð Anne Cattenoz í Birkihlíð í 13. sæti í heildina í kvennaflokki á tímanum 3:32,32 klst. Grétar Snorrason frá Hvolsvelli varð í 75. sæti í karlaflokki í maraþonhlaupinu á 3:17,49 klst.
Í hálfmaraþoni varð Mýrdælingurinn Guðni Páll Pálsson í 5. sæti í heildina og þriðji Íslendingurinn í mark á 1:18,32 klst.
Daldís Ýr Guðmundsdóttir frá Selfossi var fyrsta sunnlenska konan í mark í hálfmaraþoninu. Daldís hljóp á 1:45,02 klst og varð í 31. sæti í flokki 20-39 ára kvenna.
Öll úrslit í Reykjavíkurmaraþoninu má finna hér.