Breki Baxter í Selfoss

Þorlákur Breki Baxter. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við mjög efnilegan sóknarmann frá Hetti á Egilsstöðum, Þorlák Breka Baxter.

Þrátt fyrir að vera aðeins fimmtán ára gamall spilaði Breki fimmtán leiki fyrir Hött/Huginn í 3. deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim fjögur mörk. Hann er nú á sextánda aldursári og stefnir á nám í Knattspyrnuakademíu Íslands á Selfossi næsta haust.

Breki var valinn besti ungi leikmaðurinn í 3. deildinni síðasta sumar. Hann hefur leikið tvo landsleiki fyrir U15 landslið Íslands, á UEFA móti í Póllandi í fyrrasumar.

Selfoss varð í 2. sæti 2. deildarinnar á síðasta tímabili og mun leika í Lengjudeildinni á komandi sumri.

Fyrri greinMissti meðvitund eftir fall
Næsta greinÍbúum Suðurlands fjölgar langt umfram landsmeðaltal