Brenna hlaut gullskóinn

Brenna Lovera skoraði tvö og lagði upp eitt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Brenna Lovera, framherji Selfoss, varð markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu í sumar og hlýtur því gullskóinn.

Brenna skoraði þrettán mörk í sextán leikjum fyrir Selfoss í sumar, en næst henni kom Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki, sem skoraði tólf mörk í átján leikjum. Elín Metta Jenssen, Val, hlaut síðan bronsskóinn með ellefu mörk í sextán leikjum.

Keppni í Pepsi Max deildinni lauk í dag. Selfoss endaði í 5. sæti deildarinnar með 25 stig og það varð hlutskipti Tindastóls að falla niður um deild ásamt Fylkiskonum.

Fyrri greinVel heppnað golfmót á Selsvelli
Næsta greinSamkeppni um nýtt kórverk