FH-ingurinn Haraldur Tómas Hallgrímsson varð Íslandsmeistari í hálfmaraþoni þegar hann sigraði í Brúarhlaupinu á Selfossi í gær á 1:20,37 klst.
Kári Steinn Karlsson, Breiðablik, sigraði með yfirburðum í 10 km hlaupi á 30:19 mín sem er besti tími sem náðst hefur í 10 km götuhlaupi á Íslandi. Kári Steinn var átta sekúndum frá Íslandsmetinu sem ÍR-ingurinn Jón Diðriksson setti í Þýskalandi árið 1983.
Í 5 km hlaupinu var Hinrik Stefánsson fyrstur í mark á 19:21 mín og í 2,5 km hlaupi sigraði Teitur Örn Einarsson á rúmum 9 mínútum.
Auk hlaupagreinanna var boðið upp á 5 km hjólreiðar þar sem Stígur Zoëga kom fyrstur í mark á 8:35 mín.