Celeste og Dagný í úrvalsliðinu

Selfyssingarnir Celeste Boureille og Dagný Brynjarsdóttir voru valdar í lið fyrri hluta Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu en valið var tilkynnt í hádeginu í dag.

Þá fengu stuðningsmenn Selfoss viðurkenningu fyrir bestu frammistöðu stuðningsmanna.

Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaðurinn og Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfarinn. Þá var Bríet Bragadóttir valin besti dómari umferðanna.

Lið umferða 1 til 9 í Pepsi-deildinni:

Markvörður:
Sonný Lára Þráinsdóttir Breiðablik

Varnarmenn:
Glódís Perla Viggósdóttir Stjarnan
Lovísa Sólveig Erlingsdóttir Fylkir
Carys Hawkins Fylkir
Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA

Tengiliðir:
Dagný Brynjarsdóttir Selfoss
Rakel Hönnudóttir Breiðablik
Hildur Antonsdóttir Valur
Ásgerður St. Baldursdóttir Stjarnan

Framherjar:
Harpa Þorsteinsdóttir Stjarnan
Celeste Boureille Selfoss

Fyrri greinBrotist inn í Hraunborgum
Næsta greinHljómeyki æfir glænýtt verk