Senegalska sóknarmanninum Moustapha Cissé frá Selfossi leið eins og heima hjá sér eftir fyrstu æfinguna hjá Start í Noregi. Hann er þar á reynslu í vikutíma.
„Við erum í góðu sambandi við nokkur félög á Íslandi. Koma Cissé til okkar er hluti af þeirri samvinnu,“ segir þjálfarinn Rune Jakobsen á heimasíðu Start.
Cissé er 21 árs og kom til Selfoss í vor en hann hefur áður verið í Noregi, á mála hjá Løv-Ham.
Cissé er heillaður af aðstöðunni hjá Start og segist hafa fengið góðar móttökur hjá leikmönnum og þjálfarateymi félagsins. „Mér leið eins og heima hjá mér eftir fyrstu æfinguna. Gæðin eru mikil í hópnum og hér eru margir góðir leikmenn,“ segir framherjinn hávaxni. „Ég mun æfa hér í eina viku áður en ég sný aftur til Íslands.“