
Claudiu Sohan og Vésteinn Bjarnason urðu HSK meistarar í júdó 15 ára og yngri en héraðsmótið var haldið á Selfossi þann 7. desember.
Í fyrsta skipti veittu Selfyssingar verðlaun fyrir ástundun og framfarir og voru þau afhent á mótinu. Verðlaunin hlutu Claudiu Sohan og Sara Nugig Ingólfsdóttir. Þau eru bæði að stíga sín fyrstu skref í U18 og hafa staðið sig vel á þessu ári, auk þess sem þau eru fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur.
Úrslit mótsins:
U15 -55
1. Vésteinn Bjarnason
2. Elmar Þorsteinsson
3. Björgvin Mánason
4. Arnar Arnarsson
5. Ottó Loki Ólafsson
U15 -60
1. Claudiu Sohan
2. Filip Markús Szafrónówicz
3. Styrmir Hjaltason
4. Matthías Maarten van Duin
