Cvitkovac skoraði úr útsparki

Zoran Cvitkovac, markvörður Ægis, skoraði úr útsparki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægismenn eru í ágætri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Kormáki/Hvöt í undanúrslitum 4. deildar karla. Liðin mættust á Blönduósi í dag og skildu jöfn 1-1.

Það var rok og bleyta á Blönduósi í dag og hafði vindurinn talsverð áhrif á leikinn.

Heimamenn komust yfir á 13. mínútu en Zoran Cvitkovac, markvörður Ægis, jafnaði metin á 30. mínútu. Hann tók útspark og boltinn fór yfir endilangan völlinn, skoppaði yfir markvörð Kormáks/Hvatar og í netið, 0-1. Staðan var 1-1 í leikhléi.

Ægismenn léku megnið af seinni hálfleiknum manni fleiri eftir að Francisco Tovar, markaskorari Kormáks/Hvatar, fékk rauða spjaldið á 55. mínútu.

Ægi tókst þó ekki að nýta liðsmuninn en þremur mínútum fyrir leikslok fengu þeir vítaspyrnu. Þorkell Þráinsson, fyrirliði, fór á vítapunktinn en skaut framhjá.

Seinni leikur liðanna verður í Þorlákshöfn kl. 17:00 á miðvikudag og þá ræðst hvort liðanna tryggir sér sæti í 3. deildinni að ári.

Fyrri greinHengilshlaupið ræst í kvöld
Næsta greinAlexander framlengir við Selfoss