Daði Rafns fer til Kína

Daði Rafnsson, knattspyrnuþjálfari frá Bræðrabóli í Ölfusi, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Jiangsu Suning, sem leikur í úrvalsdeildinni í Kína.

Þetta kemur fram á heimasíðu Breiðabliks, en Daði hefur þjálfað hjá félaginu síðan 2007 og var yfirþjálfari yngri flokka frá 2012 til 2016.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari liðsins og mun Daði fylgja honum til Kína sem aðstoðarþjálfari. Sunnlendingar þekkja vel til Jiangsu Suning en Viðar Örn Kjartansson lék með karlaliði félagsins um skeið.

„Hér hefur maður kynnst mörgu góðu fólki og það er ljúfsárt að kveðja Fífuna í bili. Í Kína gefst okkur spennandi tækifæri til að vinna með leikmönnum í hæsta gæðaflokki og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Það er frábært að horft sé til Íslands eftir þjálfurum sem og leikmönnum og við hlökkum til að takast á við verkefnið,“ segir Daði meðal annars í viðtali við blikar.is.

Fyrri greinSameinuð
Næsta greinFSu jafnaði Hamar að stigum