Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir hefur gengið aftur til liðs við Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni.
Greint var frá félagaskiptunum á dögunum og Portland Thorns hefur nú staðfest þau.
Dagný spilaði með Portland Thorns tímabilin 2016 og 2017 en tók sér svo frí frá knattspyrnuiðkun í kjölfarið þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn.
Dagný, sem er 27 ára, skipti yfir í Selfoss í fyrrasumar en spilaði ekkert með liðinu í Pepsideildinni vegna bakmeiðsla sem höfðu verið að plaga hana í nokkurn tíma.
Keppnistímabilið í Bandaríkjunum hefst í mars næstkomandi og tilkynnti Dagný á Twittersíðu Portland Thorns í gær að öll fjölskyldan myndi flytja til Portland og hún væri mjög spennt að klæðast treyju félagsins á nýjan leik.
She's baaaaaaack!
We have re-signed midfielder Dagny Brynjarsdottir. 🌹
DETAILS | https://t.co/QrOLQ41OEZ | #BAONPDX pic.twitter.com/5tneYzAVyB
— Portland Thorns FC (@ThornsFC) February 4, 2019