Dagný Brynjarsdóttir varð bandarískur meistari í knattspyrnu í kvöld eftir að lið hennar, Portland Thorns, lagði North Carolina 0-1 í úrslitaleik NWSL deildarinnar sem fram fór í Orlando.
Dagný kom inná sem varamaður á 54. mínútu, skömmu eftir að Lindsey Horan hafði skorað eina mark leiksins.
Dagný er fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að verða bandarískur meistari í knattspyrnu en hún hefur nú orðið landsmeistari í þremur löndum. Hún varð meistarai með Val á Íslandi 2009 og 2010 og þá varð hún Þýskalandsmeistari með Bayern München árið 2015.