Dagný best í seinni umferðinni

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, var valin besti leikmaður seinni umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu.

Lið 10.-18. umferðar var opinberað í hádeginu í dag og þar eiga Selfyssingar tvo leikmenn, Dagnýju og sóknarmanninn Guðmundu Brynju Óladóttur.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir keppnistímabilið í heild sinni og þar sópuðu Íslandsmeistarar Breiðabliks að sér öllum verðlaununum með Fanndísi Friðriksdóttur, leimann ársins í broddi fylkingar.

Lið 10.-18. umferða:
Markvörður:

Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Andrea Rán Hauksdottir (Breiðablik)
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)

Sóknarmenn:
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Klara Lindberg (Þór/KA)

Besti leikmaður:
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)

Besti þjálfari:
Þorsteinn Halldórsson (Breiðablik)

Bestu stuðningsmennirnir:
Breiðablik

Besti dómari:
Bríet Bragadóttir

Fyrri greinGuðrún sýnir í hlöðunni í Alviðru
Næsta greinVeruleg úrkoma á Suðurlandi