Rangæingurinn Dagný Brynjarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á lokahófi KSÍ á Broadway í kvöld.
Dagný, sem er frá Hellu, átti frábært sumar í liði Íslandsmeistara Vals og á lokahófi Valsmanna á dögunum var hún valin efnilegasta knattspyrnukona félagsins.
Dagný, sem er 19 ára gömul, lék 14 leiki með Valskonum í sumar og skoraði í þeim sex mörk.
Þá hefur Dagný leikið 9 leiki með A-landsliði kvenna á árinu og hefur hlutverk hennar þar farið vaxandi.