Á milli jóla og nýárs ætla knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Karitas Tómasdóttir að standa fyrir knattspyrnunámskeiði á Hellu og Hvolsvelli, sem opið er fyrir knattspyrnukrakka úr öllum félögum.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við KFR en þær Dagný og Karitas eru báðar fyrrum leikmenn félagsins. Dagný er A-landsliðskona og leikur nú með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni en Karitas er leikmaður Selfoss og TCU háskólaliðsins og fyrrum U19 landsliðskona.
Bæði stelpur og strákar í 7.-3. flokki geta skráð sig á námskeiðið og eru krakkar úr öllum knattspyrnuliðum velkomnir. Æft verður í þrjá daga, 27.-29. nóvember í 60 mínútur í senn í íþróttahúsunum á Hellu og Hvolsvelli.
Farið verður yfir helstu atriði grunntækninnar, s.s. móttökur, sendingar, skallatækni, skot, snúninga og fleira.
Þar sem lögð verður áhersla á að gera einstaklinginn betri þá munu aðeins sextán leikmenn komast á hvert námskeið.
Skráning fer fram á netfanginu dagnybrynjars@gmail.com og þar þarf að koma fram nafn, aldur og flokkur. Athugið að skráning á námskeiðið er nauðsynleg, það er ekki nóg að mæta bara á fyrstu æfinguna.
Lokað verður fyrir skráningu þann 20. desember en námskeiðsgjaldið er 6.500 krónur.
27. desember á Hvolsvelli
7. flokkur kl. 10:00 – 11:00
6. flokkur kl. 11:10 – 12:10
5. flokkur kl. 12:30 – 13:30
4. og 3. flokkur kl. 13:40 – 14:40
28. desember á Hellu
7. flokkur kl. 15:00 – 16:00
6. flokkur kl. 16:10 – 17:10
5. flokkur kl. 17:20 – 18:20
4. og 3. flokkur kl. 18:30 – 19:30
29. desember á Hellu
7. flokkur kl. 10:00 – 11:00
6. flokkur kl. 11:10 – 12:10
5. flokkur kl. 12:30 – 13:30
4. og 3. flokkur kl. 13:40 – 14:40