Dagný skoraði sigurmark Íslands

Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í kvöld en hún skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri Íslands á Úkraínu í umspilsleik um sæti á EM í Svíþjóð á næsta ári.

Dagný hafði komið inná sem varamaður tveimur mínútum fyrr. Rangæingar áttu sigurmarkið skuldlaust því Hólmfríður Magnúsdóttir lagði markið upp fyrir Dagnýju.

Ísland vann fyrri leikinn 3-2 og samtals 6-4. Liðið komst því í annað sinn í röð á Evrópumót landsliða.

Íslenska liðið byrjaði leikinn mun betur og Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslendingum yfir á 8. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Katrín Ómarsdóttir öðru marki við en þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu þó gestirnir að minnka muninn og staðan var 2-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik virkuðu íslensku stelpurnar heldur stressaðar og fengu þær jöfnunarmark á sig á 71. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar kom Dagný inná og skoraði hún svo sigurmarkið á 76. mínútu eftir laglega stungusendingu frá Hólmfríði.

Viðtal við Dagnýju á fotbolti.net

Fyrri greinHeilsusamlegir starfsmenn í SS
Næsta greinHrun hjá Þórsurum í síðasta fjórðungnum