Dagný Brynjarsdóttir skoraði eitt af mörkum Íslands sem vann stórsigur á Lettlandi í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu, í Lettlandi í dag.
Ísland hafði mikla yfirburði í leiknum og átti fjölda marktækifæra. Dagný kom íslenska liðinu í 0-2 með góðu skallamarki eftir aukaspyrnu Hallberu Gísladóttur.
Staðan var orðin 0-3 í leikhléi og Ísland bætti við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik. Lokatölur 0-6.
Ísland er í 2. sæti riðilsins með fullt hús stiga, 9 stig eftir þrjá leiki, en lakara markahlutfall en Svíar sem sitja í toppsætinu.