Dagur áfram hjá uppeldisfélaginu

Dagur Jósefsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Varnarmaðurinn Dagur Jósefsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, eða til ársins 2026.

Dagur, sem er átján ára gamall, átti frábært sumar í hjarta varnarinnar en hann var útnefndur varnarmaður ársins hjá Selfyssingum á lokahóf deildarinnar á dögunum.

Þessi efnilegi varnarmaður fór í gegnum yngri flokkana á Selfossi. Fyrir nýliðið tímabil hafði hann aðeins leikið tvo meistaraflokksleiki en Dagur stimplaði sig inn sem lykilmann í sumar og lék alls 25 leiki og var leikjahæstur allra leikmanna liðsins.

Fyrri grein„Nemendur eru uggandi yfir sinni stöðu“
Næsta greinSelfoss og Hamar töpuðu