Dagur bætti sig

Dagur Fannar Magnússon, Umf. Selfoss, varð sjötti í sleggjukasti U19 ára á Eyrarsundsleikunum í frjálsum sem fara fram í Helsingborg í Svíþjóð.

Dagur kastaði sleggjunni 48,18 m, bætti sinn besta árangur og setti nýtt HSK met í 19 ára flokki. Hann lét hins vegar tvö köst duga þar sem hann er meiddur á baki og þess vegna kom bætingin nokkuð á óvart.

Guðmundur Kristinn Jónsson, Haraldur Einarsson og Fjóla Signý Hannesdóttir keppa öll á morgun á mótinu en Fjóla sigraði í 400 m grindahlaupi kvenna í dag.

Fyrri greinSkoða að kæra veitingu rannsóknarleyfis
Næsta greinOpnunarhelgi Sumartónleika í dag