Þrír keppendur af sambanddsvæði HSK voru á meðal þátttakenda á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sen haldið var í Hvidovre í Danmörku helgina 11.-12. ágúst sl.
Dagur Fannar Einarsson Selfossi bætti eigið HSK met í 400 metra grindarhlaupi í 16-17 ára flokki um rúma sekúndu, en hann hljóp á 57,36 sekúndum og varð áttundi. Þetta er einnig HSK met í 18-19 ára flokki, en Auðunn Guðjónsson átti metið sem var 57,53 sek, sett fyrir 33 árum síðan.
Róbert Khorchai Angeluson úr Þór keppti í spjótkasti. Hann kastaði spjótinu 48,90 metra og varð áttundi. og Eva María Baldursdóttir Selfossi keppti í hástökki, stökk 1,63 metra og varð áttunda.
Tuttugu keppendur frá tóku þátt með sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur.