Frjálsíþróttamótið á Reykjavík International Games 2016 fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal á dögunum og voru nokkrir keppendur af sambandssvæði Skarphéðins á meðal þátttakenda.
Eitt héraðsmet var sett á mótinu. Dagur Fannar Einarsson stórbætti HSK metið í 600 metra hlaupi pilta 14 ára. Hann hljóp á 1;36,59 mín. Antony Karl Florens átti metið, en hann hljóp á 1;46,99 mín. í fyrra.
Heiðar Óli Guðmundsson, Heklu, bætti sinn árangur í sama hlaupi. Hann hljóp einnig á betri tíma en gamla HSK metið, en Heiðar skeiðaði hringina þrjá á 1;40,07 mín.
Heildarúrslit má sjá á www.fri.is.