Daníel Breki áttundi á NM U20

Daníel Breki kastar á mótinu um helgina. 📸 @martamariaab

Daníel Breki Elvarsson, Umf. Selfoss, varð í 8. sæti í spjótkasti á Norðurlandameistaramóti U20 ára sem fram fór í Tårnby í Danmörku um helgina.

Daníel Breki kastaði 55,07 m sem er hans besti árangur með 800 gr. spjóti.

Ísland sendi tólf keppendur til keppni í sameiginlegri sveit með Dönum. Íslensku keppendurnir náðu tveimur gullverðlaunum og tveimur bronsverðlaunum á mótinu.

Fyrri greinSkemmtanahald næturinnar fór vel fram
Næsta greinStoppaður og kyrrsettur með yfirfarþega í bílnum