Dean Martin áfram með Selfossliðið

Dean Martin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dean Martin, þjálfari karlaliðs Selfoss, skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Dean tók tímabundið við liðinu í lok júlí síðastliðins og er mikil ánægja með störf hans innan félagsins þó að hlutskipti karlaliðsins hafi verið að falla niður í 2. deild.

„Það voru allir sammála um það í stjórninni að Dean væri fyrsti kostur í starf þjálfara karlaliðsins og við erum mjög ánægð með að um hafi samist. Hann hefur unnið mjög faglega fyrir okkur í sumar en auk þess að þjálfa meistaraflokk mun hann koma inn að styrktarþjálfun fyrir fleiri flokka,“ segir Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeildinni.

Fyrri greinBirta semur um skógrækt í Haukadal
Næsta greinNý aðveitustöð í Vík