
Selfoss tók á móti Stjörnunni í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í dag.
Leikurinn var jafn lengst af fyrri hálfleik en undir lok hans náðu Stjörnukonur þrigga marka forystu. Staðan í hálfleik var 15-16. Stjörnukonur voru sterkari í seinni hálfleik og létu forystuna aldrei af hendi. Lokatölur urðu 26-31.
Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6/1 mörk, Hulda Hrönn Bragadóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu 5, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 2 og þær Kristín Una Hólmarsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu allar 1 mark.
Áslaug Ýr Bragadóttir varði 5 skot í marki Selfoss og var með 31% markvörslu og Cornelia Hermansson varði 4 skot og var með 17% markvörslu.
Selfoss varð í 7. sæti deildarinnar með 8 stig og mun mæta liðinu í 2. sæti Grill-66 deildarinnar í umspili um sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Einvígið hefst eftir páska.