Seinni umferðin í HSK móti kvenna í blaki var spiluð á tveimur kvöldum þar sem tíu lið voru skráð til leiks í mótið í vetur.
Liðin í neðri hluta mótsins eftir fyrri umferðina, léku um 6.-10. sæti mótsins á Laugarvatni þriðjudaginn 4. mars og liðin í efri hlutanum léku um efri sætin á Flúðum 10. mars sl.
Kvöldin voru bæði löng og ströng og klukkan farin að ganga tólf þegar allir leikir höfðu verið spilaðir. Bæði kvöldin heppnuðust vel og voru margar oddahrinur spilaðar enda oft ansi mjótt á munum.
Þegar upp var staðið sigraði Dímon/Hekla með 11 stig og urðu þær því héraðsmeistarar í blaki. Hrunakonur urðu í 2. sæti með 10 stig og Laugdælur í 3. sæti með 5 stig.
Úrslitin voru eftirfarandi:
1. Dímon/Hekla A – 11 stig
2. Hrunakonur A – 10 stig
3. Laugdælur A – 5 stig
4. Dímon/Hekla B – 4 stig
5. Laugdælur B
6. Dímon Hekla C
7. Hrunakonur B
8. Mímir
9. Hamar
10. Hvöt