Seinni umferð Héraðsmóts HSK í blaki kvenna var haldin á Laugarvatni í síðustu viku. Fyrir mótið var mjótt á munum milli þriggja efstu liða og hver leikur mikilvægur til að safna stigum.
Það var ljóst þegar líða fór á kvöldið að úrslitaleikurinn um efsta sætið yrði líklega milli Dímon/Heklu 1 og Hamars 1. Sá leikur var æsispennandi og fór í oddahrinu og náði Dímon/Hekla 1 að kreista fram 15-13 sigur og tryggja sér HSK titilinn þó Hamar 1 ætti einn leik eftir gegn Hrunakonum Y.
Góð tilþrif sáust á öllum völlum og margir nýir iðkendur fengu að spreyta sig.
Lokastaðan varð þessi: Dímon/Hekla 1 16 stig, Hamar 1 15 stig, Hrunakonur Y 14 stig, Hrunakonur U 7 stig, Dímon/Hekla 2 6 stig, UMFL 5 stig og Hamar 2 0 stig.