Kvennalið Dímonar-Heklu varð um helgina Íslandsmeistari í blaki í 3. deild. Úrslitahelgin í 3. deildinni var spiluð á Siglufirði um síðustu helgi og Dímon-Hekla varð þar Íslandsmeistari í A-riðli.
Fjórðu deildarlið Dímonar-Heklu náði sömuleiðis góðum árangri á sínu móti sem leikið var á Akureyri. Dímon-Hekla keppti í B-úrslitum í 4. deildinni og varð þar í 2. sæti.
