Hraðmót HSK í blaki kvenna og karla voru haldin á dögunum. Konurnar léku á Flúðum og karlarnir spiluðu í Hveragerði.
Átta kvennalið mættu til leiks, þrjú frá Dímon-Heklu, tvö frá Laugdælum, tvö frá Hamri og eitt frá Hrunamönnum. Dímonar og Hekluliðin mættu sterk til leiks og unnu þrefalt.
Fjögur karlalið mættu í Hamarshöllina, lið Hrunamanna, Laugdæla og tvö lið frá Hamri. Lið Hamars 1 varð hraðmótsmeistari.
Úrslit HSK hraðmóti kvenna urðu:
1. sæti Dímon-Hekla Yngri 213/100
2. sæti Dímon-Hekla Ungar 177/124
3. sæti Dímon-Hekla Yngstar 168/127
4. sæti Hrunakonur 157/156
5. sæti Hamar 1 151/152
6. sæti UMFL B 160/165
7. sæti UMFL A 135/172
8. sæti Hamar 2 93/258
Úrslit HSK hraðmóti karla urðu:
1. sæti Hamar 1 með 4 stig og stigahlutfall 1,5189
2. sæti Hrunamenn með 4 sig og stigahlutfall 1.0265
3. sæti Hamar Fit boys með 2 stig og stigahlutfall 0,8347
4. sæti UMFL með 2 stig og stigahlutfall 0,7966