Dímon og Tungnamenn unnu sex gullverðlaun

Keppendur á fjórðungmóti HSK í glímu. Ljósmynd/HSK

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram miðvikudaginn í lok nóvember á Hvolsvelli. Keppendur voru 35 talsins og alls voru glímdar 57 viðureignir.

Íþróttafélagið Dímon og Ungmennafélag Biskupstungna unnu sex gullverðlaun og Ungmennafélag Laugdæla ein gullverðlaun.

Næsta mót í glímu á Suðurlandi er Grunnskólamót Suðurlands í Reykholti 12. febrúar 2025.

Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum keppendum á mótinu.

Fyrri greinSegir fjölmörg álitaefni uppi varðandi Hrútmúlavirkjun
Næsta greinJóhann ráðinn íþrótta- og fjölmenningarfulltrúi