Héraðsmót HSK í blaki unglinga var haldið á Hvolsvelli þann 19. maí síðastliðinn. Þrjú félög sendu samtals níu þátttökulið á mótið. Fimm félög kepptu í drengjaflokki og fjögur í stúlknaflokki.
Dímonarkeppendur sendu þrjú lið í drengjaflokk og unnu tvöfalt, 10. bekkjarlið félagsins vann HSK meistaratitilinn og 9. bekkjarlið Dímonar varð í öðru sæti. Garpur varð svo í þriðja sæti og Hamar í fimmta.
Hörkukeppni var um titilinn í stúlknaflokki milli Dímonar og Hamars. 10. bekkjarlið Dímonar vann leik liðanna 2-1 og tryggði sér titilinn. Hamar varð í öðru sæti, 9. bekkjarlið Dímonar varð í þriðja sæti og 7. bekkjarlið Dímonar í fjórða sæti.